Burknavellir 1C, Hafnarfjörður


TegundFjölbýlishús Stærð158.20 m2 5Herbergi Baðherbergi

5 herb. endaíbúð á tveimur hæðum ásamt stæði í bílgeymslu við Burknavelli 1C í Hafnarfirði.
Íbúð er skráð 80,7 fm. á annari hæð, 69,9 fm. á þriðju hæð og 7,6 fm. geymsla.


Húsið er steypt, byggt 2003.

Lýsing eignar: Anddyri á neðri hæð íbúðar með fataskáp. Eitt herbergi. Opið eldhús með ljósri innréttingu og eldhúseyju. Gestasalerni með ljósri innréttingu og upphengdu salerni. Borð- og setustofa í einu rými með aðgengi út á svalir. Timburstigi er upp á aðra hæð íbúðar, þar opið sjónvarpsrými. Tvö herbergi, útgengi á svalir úr öðru þeirra. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með sturtu og lítilli innréttingu. Þvottahús innaf baðherbergi.
Sérgeymsla í sameign í kjallara, auk stæði í bílageymslu.

Gólfefni eru flísar og parket.

Bent er á að skipulag íbúðar er ekki í samræmi við samþykktar teikningar, væntanlegum kaupanda er bent á að kynna sér samþykktar teikningar. Seljandi mun ekki sjá um né kosta breytingar/framkvæmdir vegna þessa heldur er það á ábyrgð kaupanda.

Skemmdir eru á innréttingum. Baðherbergi er lélegt.

ÍLS mælir sérstaklega með að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.
 

í vinnslu